Tilkynning um kaup á hlutbréfum Melkorku ehf í Glitni

Þann 29. mars 2007 barst Kauphöllinni tilkynning um að Birna hefði keypt í gegnum einkahlutafélag sitt Melkorku, sjö milljón hluti í bankanum á genginu 26,4 eða fyrir 190 milljónir króna.

 

Það er mín skoðun að tilkynningin til FME / Kauphallarinnar eiga að gilda. Það er það sem birtist okkur hluthöfum á markaði. Einhver innanhúsmál hjá Glitni varðandi þetta mál koma okkur ekki við. Birna trúir því að hún eigi þennan hlut og sama gerir bankinn enda bauð hann henni þessi kaup sem hluta af launum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Það er nú bara hlægilegt að fólk eigi að trúa þessu!!!!

 „Hver treystir bankastjóra sem kaupir hlutabréf með lánum fyrir tæpar 200 milljónir. Hefur svo ekki hugmynd um hvort hún hafi verið skuldfærð fyrir bréfunum fyrr en hún mætir á aðalfund mörgum mánuðum seinna? Hver myndi treysta svona manneskju fyrir peningum? Persónulega myndi ég ekki treysta henni til að geyma sóluðu vetrardekkin mín í stóra bílskúrnum hennar yfir blásumarið. Hún væri líklega búin að láta henda þeim þegar ætti að setja þau aftur undir um haustið. Shame að Davíð sé ekki í viðskiptum þarna. Hann myndi fara og taka út af bankabókinni. Íslendingar gera ekki svoleiðis. Láta bara svona rugl yfir sig ganga.“___________________________________________________________________________________________________________________________________________________

„Hvernig stendur á því að bankastarfsmaður telur ekki rétt fram fyrir árið 2007? Var hún ekki byrjuð að borga af láninu, taldi hún ekki hlutabréfaeignina inn á skattframtalið. Hún ætlaði að nýta atkvæðisrétt sinn í febrúar 2008, hvernig er skattaskýrsla þessarar manneskju eiginlega? Hún hlýtur að hafa þurft að telja fram þar hlutabréfaeign sína í Melkorku, eða hvað er þetta eiginlega? Er hún kannski ein af þeim sem þarf að fá frest?

Komu aldrei greiðsluseðlar til hennar/Melkorku fyrirtækis hennar? Hefur hún ekki fyrirtækjabanka eða heimabanka?Það er svo mikil skítalykt af þessu, og ég held að spillingin sé bara rétt að byrja, djöf...... hafi það“___________________________________________________________________________________________________________________________________________________„Eitt skil ég ekki - þessi Birna mætir á AÐALFUND og veit ekki að hún hefur ekkert atkvæðamagn á bak við sig ???? ..... Er allt í lagi???Þá er manneskjan eigandi og framkvæmdastjóri Melkorku ehf - hvernig ætli bókhaldið hjá manneskjunni sé, fyrst hún veit ekki einu sinni hvernig eignastaða fyrirtækisin hennar sjálfrar er? ......HA? - getur einhver skýrt þetta út fyrir mér???Svo þarf að banna manneskjunni að leggja nafn formóður íslendinga við hégóma - Melkorka formóðir okkar var afar stolt kona sem hernumin var frá Írlandi og ég sé alvað að hún hefði tekið þessa Birnu og snúið uppá bæði eyrun á henni fyrir að misnota svona nafnið Melkorka..“___________________________________________________________________________________________________________________________________________________Hvernig fara svona viðskipti fram- ég bara spyr?Birna fékk lán upp á 180 milljónir króna til 5 ára hjá Gamla Glitni fyrir næstum tveimur árum - Í FEBRÚAR 2007 - til að kaupa hlutafé á undirverði. Lánið var raunar til Melkorku Ehf (einkahlutafélag sem er í mikilli tísku hjá bankamönnum sem keyptu hlutabréf af því að því þeir höfðu svo mikla trú á fyritækjunum sínum en stofnuðu samt einkahlutafélög af því að þeir vildu ekki vera persónulega ábyrgir!!). En jæja ..... lánið góða er gefið í febrúar 2007.Ári síðar - í febrúar 2008 - kemur Birna á aðalfund og vill nota atkvæði sín sem hluthafi en babb er komið í bátinn. Hvað gerðist þá? Það vantar alveg áframhald sögunnar. Sagði Birna bara “allt í fína - ég sleppi þessum kosta-kjörum”. Hvað gerðist á aðalfundinum - gékk hún bara í burtu sneypt og engir eftirmálar.Hvernig var lánið veitt í febrúar 2007? Var það hvergi tekið fyrir á formlegan hátt? Hver bar faglega ábyrgð á lánum til starfsmanna bankans á þessum tíma? Er sá starfsmaður enn í vinnu? Ef hann er enn í vinnu stendur ekki til að reka hann. Við eigendur bankans erum núna 180 milljónum kr. fátækari vegna þessarar handvammar. Var engu þinglýst? Hvernig voru skattauppgjör Melkorku í millitíðinni? Hvernig er staða Melkorku Ehf í dag?Hefur FME svarað þessum spurningum? Hvað með fjölmiðla?PS: Það var skelfilega aumt að hlusta RUV lesa fréttatilkynningu FME án nokkurra spurninga...

Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: GAZZI11

Þetta er ótrúlegt að ætlast til þessa að við trúum þessu.

Mér finnst að RSK eigi að stíga fram og sína fólki sannleikann í þessu máli.

Ef Birna mætir ( væntanlega er hún boðuð skv hluthafaskrá ) á hluthafafund 2008 og veit ekki betur þá hlýtur hún að gert þessu skil hafa gefið upp í rekstrar og efnahagsreikningi Melkorku ehf fyrir árið 2007. Allavega þarf ég að gera það þegar ég gef upp til skatts og fæ einnig tilkynningar frá mínum banka um hlutfé í hinum og þessum félögum. Mér er nokk sama um þá skýringu um að hún hafi átt að greiða þetta lán í lok lánstímans það kemur okkur almenningi ekki við og er bara til að slá ryki í augu okkar. Allavega átti gróðinn að vera það mikill að og lánið hagstætt að hvernig sem fer, að þá er áhættan engin sem sýnir hversu langt pöpullinn er frá þessu svínaríi.

Ég hvet ykkur sem lesið þetta að skoða http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/433-1999.

Ég trúi því ekki að hún og Glitnir ásamt starfsmönnum hafi komist fram hjá þessu regluverki.

Það er ekki nokkur vafi á því að kaupin voru tilkynnt til FME og þá Kauphöllina.

Skoðið líka reglur um   (Staða og hlutverk regluvarðar í stjórnartíðindum)

Það er eitthvað mikið að ef Birna sleppur frá þessu máli án fjárhagslegs og persónulegum skaða

Viðskipti innherja.Skylt er að tilkynna kauphöll þegar í stað um viðskipti innherja með verðbréf sem þar eru skráð.Tilkynning verðbréfamiðstöðvar til kauphallar um viðskipti innherja er fullgild tilkynning samkvæmt þessari reglugerð ef um er að ræða rafrænt eignarskráð verðbréf.Með innherja er átt við aðila sem starfs eða stöðu sinnar vegna hefur aðgang að trúnaðarupplýsingum. Til trúnaðarupplýsinga teljast upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar, en líklegar væru til að hafa áhrif á verðmyndun viðkomandi verðbréfa ef opinberar væru. Félag sem hefur fengið verðbréf sín opinberlega skráð í kauphöll skal halda lista yfir innherja sína þar sem fram kemur nafn viðkomandi, kennitala, heimilisfang og tengsl hans við félagið. Slíkan lista skal leiðrétta jafnóðum vegna allra breytinga einnig þó þær séu aðeins tímabundnar og senda kauphöll þar sem bréfin eru skráð.

Í tilkynningu samkvæmt þessari grein skulu að minnsta kosti koma fram þær upplýsingar sem taldar eru upp í 1.-6. tl. 1. mgr. 21. gr. og upplýsingar sem leiðir af 4. mgr. þessarar greinar.

Um tilkynningarskyldu vegna viðskipta með opinberlega skráð verðbréf.19. gr.Öll viðskipti með verðbréf sem skráð eru í kauphöll eru tilkynningarskyld í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Um tilkynningarskyldu viðskipta með verðbréf sem eru skráð á skipulegum tilboðsmarkaði fer samkvæmt reglum sem stjórn hans setur, sbr. 32. gr. laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. 20. gr.Kauphallaraðilum, sbr. 14. gr. laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, sem annast eða taka þátt í samningsgerð vegna kaupa á verðbréfum sem skráð eru í kauphöll er skylt að tilkynna um kaupin. Tilkynningin skal send hlutaðeigandi kauphöll. Ákvæði 1. mgr. taka einnig til viðskipta Seðlabanka Íslands eða annarra opinberra aðila sem eiga aðild að kauphöll. Skylt er að tilkynna um viðskipti sem vörslufyrirtæki annast vegna umsjár og varðveislu verðbréfa verðbréfasjóðs skv. lögum nr. 10/1993 um verðbréfasjóði, í samræmi við ákvæði 1. mgr., nema gagnaðili að viðskiptunum sé kauphallaraðili sem á hvílir tilkynningarskylda skv. 1. mgr. Tilkynningarskyldir skv. 1. mgr. eru jafnframt allir eigendur hlutabréfa sem skyldir eru til að tilkynna um eignarhlut sinn í félagi í samræmi við ákvæði 26. gr. laga nr. 34/1998, enda hvíli tilkynningarskyldan ekki á kauphallaraðila sem annast viðskiptin.21. gr.Í tilkynningu sem gefin er út samkvæmt ákvæði 20. gr. skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:1. Alþjóðlegt auðkennisnúmer verðbréfsins (ISIN).2. Dagsetning og stund þegar viðskiptin fóru fram.3. Tilvísunarnúmer kaupanna eða sölunnar ef það á við. 4. Verð og magn þess sem keypt hefur verið eða selt.5. Tegund viðskipta.6. Dagsetning og stund lokauppgjörs. 7. Tilgreining þess hver gagnaðili sé ef hann er kauphallaraðili.Í tilkynningu á grundvelli 4. mgr. 20. gr. skulu koma fram sömu upplýsingar og nefndar eru í 1.-6. tl. 1. mgr.Kauphöll er heimilt að óska eftir nánari upplýsingum í tilefni af tilkynningum samkvæmt þessum kafla, enda sé um að ræða upplýsingar er skipta máli fyrir gagnsæi og sýnileika á verðbréfamarkaði, svo og verðmyndun þar.
24. gr.Tilkynningar um viðskipti er einungis unnt að ógilda samkvæmt sérstökum reglum sem kauphöll setur.25. gr. Tilkynningar samkvæmt ákvæðum 20. gr. skulu sendar rafrænt nema annað leiði af reglum sem kauphöll setur.

Kauphöll skal setja nánari reglur um tilkynningar samkvæmt ákvæðum þessa kafla.

Einnig er fróðlegt að lesa sér til um þetta http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=885ca99d-c9f4-4131-8004-56d82bd64719

REGLUR
um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja.

I. KAFLI  Gildissvið.

1. gr.

Reglur þessar gilda um útgefendur verðbréfa. Þá gilda reglurnar um viðskipti innherja og aðila sem tengjast þeim fjárhagslega með skráð bréf útgefandans eða bréf hans sem óskað hefur verið eftir skráningu á og fjármálagerninga sem þeim tengjast.

Stjórnvöld og aðrir sem fá reglulega innherjaupplýsingar í starfsemi sinni skulu fylgja reglunum eftir því sem við getur átt.

Innherjalistar.

3. gr.

Skylda til að senda innherjalista.

Útgefandi skal senda Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um fruminnherja, tímabundna inn­herja og aðila sem tengjast þeim fjárhagslega fyrir skráningu verðbréfa. Allar breyt­ingar á upplýsingum um innherja ber að senda Fjármálaeftirlitinu þegar í stað er breytingar verða. Verði engar breytingar á listum ber engu að síður að senda Fjármála­eftirlitinu endurskoðaða innherjalista á sex mánaða fresti.

4. gr.

Varðveisla innherjalista.

Útgefandi skal geyma alla innherjalista sem sendir hafa verið Fjármálaeftirlitinu í 5 ár frá dagsetningu þeirra.

5. gr.

Form innherjalista og lista yfir fjárhagslega tengda aðila.

Innherjalista og lista yfir fjárhagslega tengda aðila ber að skila með rafrænum hætti á þar til gerðu formi á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins og í samræmi við leiðbeiningar sem þar er að finna.

6. gr.

Viðmið stjórnar um fruminnherja og stjórnendur.

Stjórn útgefanda skal setja viðmiðanir um hverja skuli setja á fruminnherjalista.

Regluvörður skal styðjast við viðmið stjórnar við gerð innherjalista og meta hvaða einstaklingar falla þar undir.

Stjórn útgefanda skal jafnframt setja viðmiðanir um hvaða fruminnherja skuli telja til stjórnenda skv. 3. mgr. 64. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl.) vegna tilkynninga til markaðar um viðskipti stjórnenda.

7. gr.

Tilkynning um réttarstöðu innherja.

Útgefandi skal senda þeim er hann setur á lista yfir fruminnherja og tímabundna innherja tilkynningu um réttarstöðu innherja. Tilkynningin skal send skriflega.

10. gr.

Brottfall af innherjalista.

Innherja skal tilkynnt með skriflegum hætti þegar hann hefur verið tekinn af innherja­lista.

 

Staða og hlutverk regluvarðar.

26. gr.

Ráðning regluvarðar og staða.

Stjórn útgefanda ber ábyrgð á eftirliti með því að reglum þessum sé fylgt. Stjórn skal ráða regluvörð eða staðfesta formlega ráðningu hans. Sé regluvörður ekki ráðinn af stjórn tekur ráðning hans ekki gildi fyrr en stjórn hefur staðfest ráðningu hans. Með sama hætti skal ráða staðgengil regluvarðar. Ráðning regluvarðar og staðgengils skal tilkynnt Fjármálaeftirlitinu.

Regluvörður skal hafa aðgang að þeim gögnum og upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að hann geti sinnt störfum sínum.

Regluvörður skal vera sjálfstæður í störfum sínum.

27. gr.

Almennt um hlutverk regluvarðar.

Regluvörður hefur umsjón með að reglum þessum sé framfylgt innan útgefandans og ber að leggja fyrir stjórn útgefanda skýrslu um framkvæmd regluvörslu svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en árlega.

28. gr.

Innherjalistar.

Regluvörður skal sjá um að setja saman, viðhalda og senda innherjalista samkvæmt kröfum kafla III. Þá skal regluvörður sjá um að sendar séu tilkynningar um réttarstöðu innherja og tilkynningar um brottfall af innherjalistum. Í kjölfar miðlunar innherja­upplýsinga þarf að uppfæra innherjalista og senda tilkynningar til Fjármálaeftirlits­ins.

29. gr.

Framkvæmd innherjaviðskipta / ráðlegging regluvarðar.

Þegar innherji leitar til regluvarðar fyrir viðskipti til að fullnægja rannsóknarskyldu skal regluvörður ganga úr skugga um að ekki séu fyrirliggjandi innherjaupplýsingar innan útgefanda áður en ráðlegging er veitt. Séu innherjaupplýsingar til staðar skal regluvörður mælast gegn því að innherji eigi viðskipti og benda innherja jafnframt á að eigi hann viðskipti engu að síður sé sér skylt að tilkynna um slík viðskipti til Fjármálaeftirlits og að í slíkum viðskiptum geti falist lögbrot.

Þegar regluvörður sjálfur eða aðilar honum fjárhagslega tengdir hyggjast eiga viðskipti skal hann leita til staðgengils regluvarðar til að sinna tilkynningar- og rannsóknarskyldu sinni.

30. gr.

Samskiptaskrá.

Regluvörður skal halda skrá yfir samskipti sín við innherja útgefanda sem fram fara á grundvelli reglnanna, svokallaða samskiptaskrá. Samskiptaskrá skal færð í tímaröð í bók með númeruðum blaðsíðum, eða með skipulegum hætti á rafrænu formi, ef unnt er að tryggja að breytingar verði ekki gerðar á skránni án ummerkja um breytingar og fyrri færslur.

Færslur vegna innherjaviðskipta, þegar innherji sinnir rannsóknarskyldu og fyrri hluta tilkynningarskyldu, þ.e. tilkynnir um fyrirhuguð viðskipti, skulu hafa að geyma eftir­farandi upplýsingar:

  1. Nafn innherja og aðila sem tengist honum fjárhagslega ef við á,
  2. hvenær (dagsetning og tímasetning) innherji óskar eftir ráðleggingu regluvarðar vegna viðskipta með bréf félags eða fjármálagerninga þeim tengdum,
  3. hvort regluvörður telur innherjaupplýsingar vera fyrir hendi innan félagsins og hvort ráðlegging regluvarðar um viðskiptin er jákvæð eða neikvæð. Skrá skal nákvæma tímasetningu á heimild/synjun viðskiptanna.

Þegar innherji sinnir seinni hluta tilkynningarskyldu, þ.e. tilkynnir um viðskiptin eftir að þau hafa farið fram, ber að tilkynna um þau atriði sem talin eru upp í grein 25. Færslur regluvarðar í samskiptaskrá vegna þessa skulu hafa að geyma þessar upplýsingar eða afrit af tilkynningu til eftirlitsaðila og markaðar.

Þegar tekin hefur verið ákvörðun um að fresta birtingu innherjaupplýsinga vegna lög­mætra hagsmuna útgefandans, sbr. 59. gr. vvl. og ákvæða reglugerðar um innherja­upplýsingar og markaðssvik, skal slíkt skráð í samskiptaskrá regluvarðar.

31. gr.

Tilkynningar um viðskipti innherja og stjórnenda.

Regluvörður skal sjá um að tilkynna samdægurs til Fjármálaeftirlitsins um viðskipti fruminnherja og aðila sem eru fjárhagslega tengdir þeim samanber 63. gr. vvl. Þá skal regluvörður jafnframt senda tilkynningu um viðskiptin þegar í stað til markaðar ef um viðskipti stjórnenda er að ræða, sbr. 64. gr. vvl.

32. gr.

Eftirlit og tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins.

Regluvörður skal hafa eftirlit með að reglum þessum sé fylgt. Leiki grunur á að reglurnar hafi verið brotnar skal regluvörður þegar í stað tilkynna Fjármálaeftirlitinu um slíkar grunsemdir.

GAZZI11, 9.12.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GAZZI11

Höfundur

GAZZI11
GAZZI11

 

 

 

 

Er bara venjulegur Íslendingur.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ræður og greinar  Ráðherra  Forsætisráðuneyti

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband