Ekki afnema vitleysuna.

Við skulum hafa þetta áfram til vitnis um spillinguna. Við getum hins vegar skattlagt þetta sérstaklega þannig að þeir fái ekki greitt nema 25 % af greiðslunni. Mér finnst alveg galið að leiðrétta þetta. Auðvitað eigum við að hafa þetta áfram til minningar um þá sem að þessu stóðu. Sennilega hefur á Alþingi Íslendinga aldrei verið jafn spillt sjálftökulið sem hefur misnotað stöðu sína fyrir sig og sína. Hafið skömm fyrir að vanvirða Alþingi Íslendinga 
mbl.is Segja eftirlaunafrumvarp kattarþvott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

hah, snilld. Frumvarp sem skattleggur sérstök lífeyrisréttindi alþingismanna.

Björn Leví Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Ellen Björnsdóttir

Þessi lög þarf að afnema í eitt skipti fyrir öll.- Það er rétt hjá þér þetta eru ólög, og þau þarf að afnema í heilu lagi, enda voru þessi lög eins og svo mörg önnur ólög sett á, í hasti , nótt eina í desember, án nokkurrar kynningar eða umræðu.

 Og eftirlaun þessi eru skattfrjáls að hluta, svo þessir "herramenn" geta verið á eftirlaunum sem alþingismaður, eftirlaunum sem ráðherra, og eftirlaunum sem borgarstjóri, jafnframt því að vera á fullum launum sem Seðlabankastjóri, og á skattfrjálsum ritlaunum. -

Þessvegna er ekkert skrítið að þetta fólk vilji ekki afnema þessi ólög, og því er nauðsynlegt að vekja athygli á, hvernig þeir sem á Alþingi sitja starfa og hugsa. 

Ellen Björnsdóttir, 20.12.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: GAZZI11

Auðvitað, skattleggja þetta sérstaklega.

"enda voru þessi lög eins og svo mörg önnur ólög sett á, í hasti , nótt eina í desember, án nokkurrar kynningar eða umræðu."´

Þetta eru lýsandi vinnubrögð fyrir þetta fólk sem við kusum til að starfrækja Alþingi. Hvernig í ósköpunum er hægt að bera virðingu og eða treysta þessu fólki og þessum vinnubrögðum. "Halló Íslendingar þetta er Alþingi sem er verið að tala um"

Þessi vinnubrögð eru núna til staðar þessa síðustu daga fyrir Jól og þingmenn samþykkja hvert frumvarpið á fætur öðru jafnvel án þess að kynna sér þau. Það er náttúrulega eitthvað að á Alþingi. Við erum að tala um lög og stjórnvaldsaðgerðir sem hafa mikil áhrif á störf og líf almennings og svo fyrirtækja sem hér eru starfrækt.

Þegar ég var í háskólanámi var almennt talið að mesta óvissan/ógnun fyrir fyrirtæki og framtíðaráætlanir væru stjórnvaldsaðgerðir og gengisfellingar.   

Okkur vantar hæft, traust, og menntað fólk inn á Þing sem er ekki háð flokkslínum og eiginhagsmunapoti.

Getuleysi Alþingis í dag er að mörgum talið stafa af flokkspólitík, eiginhagsmunum, fyrirgreiðslu þingmanna, tengsl við fjárglæframenn, kostun af fyrirtækjum, ættartengls í ríkisstofnunm, vinavæðing, og ég klappa þér og þú klappar mér.   

GAZZI11, 21.12.2008 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GAZZI11

Höfundur

GAZZI11
GAZZI11

 

 

 

 

Er bara venjulegur Íslendingur.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ræður og greinar  Ráðherra  Forsætisráðuneyti

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband