Mótmælin eru að virka.

Það er núna deginum ljósara að mótmæli almennings á laugardögum og mánudögum eru að virka. Stjórnmálamenn eru núna hver á fætur öðrum að reyna að hreinsa sig og koma sér í gírinn fyrir kostningar sem verða væntanlega fljótlega.

Okkar stórustu mótmæli verða í næstu kostningum.

Snilld að sjá stjónmálamenn sprikla eins og Ingibjörgu, Björn og Illuga. Mesta snilldin var þó bullið í Þorgerði þar sem hún sló á puttana á þeim sem voguðu sér að fara í framboð gegn henni og Geir. Það væri hreinlega enginn sjálfstæðismaður til sem kæmist í skóna þeirra. Þvílíkur hroki.

  

 


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig eru mótmælin að virka? Er það eitthvað nýtt að hún Ingibjörg Sólrún láti frá sér innantómt þvaður um að ráðamenn eigi að hlusta? Á meðan þetta eru orðin tóm getum við ekki fullyrt að mótmælin hafi skilað neinu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: GAZZI11

Ég held að þeir séu að átta sig á því að þessi mótmælahrina sé einstök í sögu Íslands. Sennilega þegar allt er tekið saman og allir þessir fundir lagðir saman að þá hafi um 40-50.000 manns lagt það á sig að mæta á þessa fundi og oft í skítakulda. Það þarf töluvert að gerast til að venjulegur íslendingur klæði sig upp og taki strætó eða komi sér niður í bæ til að mótmæla, þetta er ekki það rík hefð. Einnig má hvarvetna sjá óánægju á bloginu og þar eru stjónmálamenn einnig að fylgjast með.

Hvað eru Geir og Ingibjörg að gera núna. Skipta um  stóla í ríkisstjórninni stóla til að mæta kröfum almennings. Það mun ekki duga. Ég mun ekki gleypa við því. Ég sé svitadropanna á þessu fólki og það er ekki í rónni og skynjar það að þeirra tími er sennilega liðinn, en rembist eins og rjúpan við staurinn. Og hrokinn drýpur af þessu fólki.

Mótmælin munu halda áfram og fólk mun krefjast réttlætis, og smátt og smátt mun svínaríið og spillingin skila sér upp á yfirborðið. "Fólk er fífl" mun vonandi heyra sögunni til og sama á við um skammtímaminnið.

Ég er sammála þér um bull Ingibjargar. Taktu til að mynda, að þegar hún hreytir því framan í fólk sem mætir til að sýna samstöðu í mótmælum að þetta sýni ekki vilja þjóðarinnar. Ég veit ekki hversu margir voru á þessum fundi 4.000 eða 7.000 mann, það virðast ekki vera til nákvæmar talningar. Hvað er þá Alþingi ekki að endurspegla vilja þjóðarinnar. Við kusum ekki þessa stjórn yfir okkur. Hún var búinn til eftir kostningar til Alþingis og við kjósendur höfðum í raun ekkert um það að segja hvers konar stjórn yrði mynduð.

1600 heimili á Íslandi eru tekin í úrtaki hjá Hagstofu Íslands til að grundvalla eftirfarandi:

"Megintilgangur rannsóknar á útgjöldum heimilanna er að afla upplýsinga sem

notaðar eru til að útbúa útgjaldagrunn fyrir vísitölu neysluverðs. Neysluverðsvísitalan

hefur mikla þýðingu í efnahagslífinu. Hún er helsti mælikvarði á verðbólgu

og er notuð til að reikna út kaupmátt o.fl. Hún er auk þess notuð til að

verðtryggja fjárskuldbindingar."

Ingibjörg ætti að hrækja á þetta

GAZZI11, 15.12.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GAZZI11

Höfundur

GAZZI11
GAZZI11

 

 

 

 

Er bara venjulegur Íslendingur.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ræður og greinar  Ráðherra  Forsætisráðuneyti

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband